Eftirfylgni með pillunni vantar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 21:15 Árlega koma upp hér á landi tilvik um blóðtappa sem hægt er rekja til getnaðarvarnar-pillunnar. Læknir segir vanta eftirfylgni þegar skrifað er upp á pilluna, sérstaklega þegar konur eru mjög ungar þegar þær byrja á henni. Fyrr í vikunni sagði Áróra Owen frá því að hún hafi greinst blóðtappa í læri sem læknar sögðu hægt að rekja beint til notkunar getnaðarvarnarpillunnar, sem hún hafði verið á í yfir tíu ár. Fleiri konur stigu í kjölfarið fram í Fréttablaðinu og höfðu svipaða sögu að segja. Vilhjálmur Ari Arason, læknir, segir lækna bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Mikilvægt sé að ættar og sjúkrasaga sé könnuð mjög vel áður en skrifað sé upp á getnaðarvarnarpilluna. Margar konur byrja ungar á pillunni og eru jafnvel á henni í fleiri ár án þess að áhættuþættir séu endurmetnir. „Þetta er svona kannski ákveðið vandamál í heilsugæslunni. Það er mikið álag og mikið af endurnýjun í gegnum síma og tölvuna. Þar held ég að það hafi orðið misbrestur á, að konum finnist bara sjálfsagt að geta endurnýjað þennan lyfseðil í gegnum síma á ársfresti. Þarna getur margt breyst og þarna er brotalöm,“ segir Vilhjálmur. Í raun eigi að fara yfir málin með lækni í hvert skipti sem lyfseðill klárast, sem er á um það bil ársfresti. „Maður hefur haft það á tilfinningunni að konur hafi svona almennt litið á þetta sem mjög saklausa meðferð, sérstaklega yngri konur. Svo hefur heilsugæslan ekki verið í stakk búin til að fylgja þessu eftir, hvorki með fræðslu né tímaframboði,“ segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00 Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Árlega koma upp hér á landi tilvik um blóðtappa sem hægt er rekja til getnaðarvarnar-pillunnar. Læknir segir vanta eftirfylgni þegar skrifað er upp á pilluna, sérstaklega þegar konur eru mjög ungar þegar þær byrja á henni. Fyrr í vikunni sagði Áróra Owen frá því að hún hafi greinst blóðtappa í læri sem læknar sögðu hægt að rekja beint til notkunar getnaðarvarnarpillunnar, sem hún hafði verið á í yfir tíu ár. Fleiri konur stigu í kjölfarið fram í Fréttablaðinu og höfðu svipaða sögu að segja. Vilhjálmur Ari Arason, læknir, segir lækna bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Mikilvægt sé að ættar og sjúkrasaga sé könnuð mjög vel áður en skrifað sé upp á getnaðarvarnarpilluna. Margar konur byrja ungar á pillunni og eru jafnvel á henni í fleiri ár án þess að áhættuþættir séu endurmetnir. „Þetta er svona kannski ákveðið vandamál í heilsugæslunni. Það er mikið álag og mikið af endurnýjun í gegnum síma og tölvuna. Þar held ég að það hafi orðið misbrestur á, að konum finnist bara sjálfsagt að geta endurnýjað þennan lyfseðil í gegnum síma á ársfresti. Þarna getur margt breyst og þarna er brotalöm,“ segir Vilhjálmur. Í raun eigi að fara yfir málin með lækni í hvert skipti sem lyfseðill klárast, sem er á um það bil ársfresti. „Maður hefur haft það á tilfinningunni að konur hafi svona almennt litið á þetta sem mjög saklausa meðferð, sérstaklega yngri konur. Svo hefur heilsugæslan ekki verið í stakk búin til að fylgja þessu eftir, hvorki með fræðslu né tímaframboði,“ segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00 Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00
Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00