Eftirfylgni með pillunni vantar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 21:15 Árlega koma upp hér á landi tilvik um blóðtappa sem hægt er rekja til getnaðarvarnar-pillunnar. Læknir segir vanta eftirfylgni þegar skrifað er upp á pilluna, sérstaklega þegar konur eru mjög ungar þegar þær byrja á henni. Fyrr í vikunni sagði Áróra Owen frá því að hún hafi greinst blóðtappa í læri sem læknar sögðu hægt að rekja beint til notkunar getnaðarvarnarpillunnar, sem hún hafði verið á í yfir tíu ár. Fleiri konur stigu í kjölfarið fram í Fréttablaðinu og höfðu svipaða sögu að segja. Vilhjálmur Ari Arason, læknir, segir lækna bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Mikilvægt sé að ættar og sjúkrasaga sé könnuð mjög vel áður en skrifað sé upp á getnaðarvarnarpilluna. Margar konur byrja ungar á pillunni og eru jafnvel á henni í fleiri ár án þess að áhættuþættir séu endurmetnir. „Þetta er svona kannski ákveðið vandamál í heilsugæslunni. Það er mikið álag og mikið af endurnýjun í gegnum síma og tölvuna. Þar held ég að það hafi orðið misbrestur á, að konum finnist bara sjálfsagt að geta endurnýjað þennan lyfseðil í gegnum síma á ársfresti. Þarna getur margt breyst og þarna er brotalöm,“ segir Vilhjálmur. Í raun eigi að fara yfir málin með lækni í hvert skipti sem lyfseðill klárast, sem er á um það bil ársfresti. „Maður hefur haft það á tilfinningunni að konur hafi svona almennt litið á þetta sem mjög saklausa meðferð, sérstaklega yngri konur. Svo hefur heilsugæslan ekki verið í stakk búin til að fylgja þessu eftir, hvorki með fræðslu né tímaframboði,“ segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00 Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Árlega koma upp hér á landi tilvik um blóðtappa sem hægt er rekja til getnaðarvarnar-pillunnar. Læknir segir vanta eftirfylgni þegar skrifað er upp á pilluna, sérstaklega þegar konur eru mjög ungar þegar þær byrja á henni. Fyrr í vikunni sagði Áróra Owen frá því að hún hafi greinst blóðtappa í læri sem læknar sögðu hægt að rekja beint til notkunar getnaðarvarnarpillunnar, sem hún hafði verið á í yfir tíu ár. Fleiri konur stigu í kjölfarið fram í Fréttablaðinu og höfðu svipaða sögu að segja. Vilhjálmur Ari Arason, læknir, segir lækna bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Mikilvægt sé að ættar og sjúkrasaga sé könnuð mjög vel áður en skrifað sé upp á getnaðarvarnarpilluna. Margar konur byrja ungar á pillunni og eru jafnvel á henni í fleiri ár án þess að áhættuþættir séu endurmetnir. „Þetta er svona kannski ákveðið vandamál í heilsugæslunni. Það er mikið álag og mikið af endurnýjun í gegnum síma og tölvuna. Þar held ég að það hafi orðið misbrestur á, að konum finnist bara sjálfsagt að geta endurnýjað þennan lyfseðil í gegnum síma á ársfresti. Þarna getur margt breyst og þarna er brotalöm,“ segir Vilhjálmur. Í raun eigi að fara yfir málin með lækni í hvert skipti sem lyfseðill klárast, sem er á um það bil ársfresti. „Maður hefur haft það á tilfinningunni að konur hafi svona almennt litið á þetta sem mjög saklausa meðferð, sérstaklega yngri konur. Svo hefur heilsugæslan ekki verið í stakk búin til að fylgja þessu eftir, hvorki með fræðslu né tímaframboði,“ segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00 Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Fékk blóðtappa í læri vegna pillunnar Íslensk kona vill að fræðsla um mögulega fylgikvilla hormónagetnaðar-varna sé aukin, en hún greindist fyrir stuttu með blóðtappa í læri, sem hægt er að rekja til getnaðarvarnarpillu. Það tók hana mörg ár að fá greiningu á veikindum sínum. 5. janúar 2016 20:00
Ávísa pillunni án tillits til áhættuþátta Tvær konur segja heimilislækni ekki hafa farið yfir áhættu eða spurt um fjölskyldusögu þegar þær fengu ávísað getnaðarvarnarpillunni. 6. janúar 2016 06:00