Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 12:04 Það var nóg að gera hjá Conor McGregor í gær. Vísir/Getty Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt. MMA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt.
MMA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira