Innlent

Myllan innkallar súkkulaðitertur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hægt er að skila tertunum í verslanir þar sem tertan var keypt eða til Myllunnar, Skeifunni 19 milli 8 og 16 alla virka daga.
Hægt er að skila tertunum í verslanir þar sem tertan var keypt eða til Myllunnar, Skeifunni 19 milli 8 og 16 alla virka daga. vísir/páll bergmann
Myllan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla tertur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni tertu. Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar til og með 29. nóvember 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni en vörurnar eru eftirfarandi:

• Myllu súkkulaðiterta 2 hæða (vnr 2058, strikamerki 5690568020586)

• Myllu súkkulaðiterta 3 hæða (vnr 2059, strikamerki 5690568020593)

• Bónus súkkulaðiterta 3 hæða (vnr 2013, strikamerki 5690568020135)

• Bónus Mömmudraumur (vnr 2014, strikamerki 5690568020142)

• Krónu súkkulaðiterta 2 hæða (vnr 2054, strikamerki 5690568020548)

• Krónu súkkulaðiterta 3 hæða (vnr 9528, strikamerki 5690568095287)

• Súkkulaðiterta Hagkaup 3 hæða (vnr 9535, strikamerki 5690568095355)

Dreifing: Ýmsar verslanir um land allt. Hægt er að skila tertunum í verslanir þar sem tertan var keypt eða til Myllunnar, Skeifunni 19 milli 8 og 16 alla virka daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×