Enski boltinn

Van Gaal heldur með Arsenal í leiknum gegn City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Louis Van Gaal var með sólgleraugun á sínum stað í gær.
Louis Van Gaal var með sólgleraugun á sínum stað í gær. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segist halda með Arsenal í leiknum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United vann mikilvægan sigur á Norwich, 1-0, í deildinni í gær og er liðið aðeins einu stigi á eftir Manchester City í fimmta sætinu. Bæði lið eiga nú tvo leiki eftir á tímabilinu en takist Arsenal að vinna City í dag, er staðan orðin nokkuð góð fyrir Manchester United sem getur stolið fjórða sætinu og komist í Meistaradeild Evrópu.

„Ég mun halda með Arsenal á morgun,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi í gær.

„Leikir milli þessara liða eru alltaf spennandi en það verður erfitt fyrir Manchester City að koma til baka eftir tapið gegn Real Madrid.“

Van Gaal segir að liðið ætli sér að halda áfram að pressa á liðin fyrir ofan sig.

„Við eigum samt sem áður gríðarlega erfiðan útileik gegn West Ham í vikunni og þurfum að klára það verkefni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×