Enski boltinn

Þægilegt hjá Liverpool gegn Watford | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Liverpool vann þægilegan sigur á Watford, 2-0, í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Joe Allen skoraði fyrsta mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok og var staðan 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik.

Liverpool var töluvert sterkara liðið í leiknum og endaði það með því að Roberto Firmino skoraði annað mark liðsins stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Niðurstaðan 2-0 sigur Liverpool sem situr í áttunda sæti deildarinnar með 58 stig en Watford er í því þrettánda með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×