Enski boltinn

Southampton skaust upp í Evrópusæti með sigri á Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Spurs fagna marki.
Leikmenn Spurs fagna marki. vísir/getty
Southampton vann frábæran útisigur á Tottenham Hotspurs, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á White Hart Lane í London í dag.

Heung-Min Son kom Spurs yfir eftir um korters leik og var liðið að leika vel. Um stundarfjórðungi síðar jafnaði Steven Davis metin fyrir gestina með laglegri afgreiðslu inni í vítateig.

Davis var síðan aftur á ferðinni á 72. mínútu þegar hann kom gestunum í Southampton yfir, 2-1.  Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og fór Southampton með sigur af hólmi.

Tottenham er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 70 stig, tíu stigum á eftir Leicester sem er orðið Englandsmeistari.

Southampton komst með sigrinum í sjötta sætið og er liðið með 60 stig. Sjötta sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni.

Tottenham kemst í 1-0
Steven Davis jafnar fyrir Southampton
Steven Davis skorar annað mark sitt í leiknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×