Þó svo Conor McGregor sé nú handhafi tveggja belta hjá UFC dugir það ekki til að koma honum á topp pund fyrir pund listans hjá UFC.
Conor fór upp um tvö sæti á pund fyrir pund listanum og er nú í öðru sæti á eftir Demetrious Johnson sem er meistari í fluguvigt.
Eftir sigur Conor á Eddie Alvarez í léttvigtinni datt Alvarez niður í þriðja sæti listans. Khabib Nurmagomedov er nú efstur á lista en meistari hvers flokks er ekki í neinu sæti.
Gunnar Nelson er sem fyrr í 12. sæti í veltivigtinni en Stephen Thompson er þar kominn upp í fyrsta sætið á kostnað Robbie Lawler.
Kelvin Gastelum fellur um þrjú sæti og niður í áttunda sætið en hann mun aldrei fá að keppa aftur í vigtinni að því er Dana White, forseti UFC, segir. Gastelum er iðulega í vandræðum með að ná vigt í flokknum.
Conor ekki bestur pund fyrir pund hjá UFC

Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband
Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“
Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC.

Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið.

Segir Mayweather ekki þora í alvöru bardaga og vill 100 milljónir dala fyrir að boxa við hann
Conor McGregor kveikir aftur eld undir mögulegum ofurbardaga hans og hnefaleikakappans Floyds Mayweathers Jr.

Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt?
Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt.

Conor McGregor tvöfaldur meistari
UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.