Fótbolti

Berlusconi búinn að selja AC Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. vísir/getty
Eftir að hafa leitað að réttum eigendum lengi er Silvio Berlusconi loksins búinn að selja ítalska knattspyrnufélagið AC Milan.

Hann hefur verið í viðræðum við kínverskan fjárfestingahóp lengi og þær viðræður hafa loksins borið ávöxt.

„Ég er búinn að selja AC Milan til manna sem geta komið félaginu aftur á toppinn á Ítalíu,“ sagði Berlusconi en Milan hefur ekki náð inn á topp sex á Ítalíu síðustu þrjú ár.

„Þeir munu líka koma liðinu á toppinn í Evrópu á nýjan leik. Ég krafðist þess að þeir myndu eyða 400 milljónum evra á markaðnum næstu tvö árin.“

Ef það er rétt sem Berlusconi segir um eyðsluna þá eru ríkustu félögin að fá alvöru keppni frá AC Milan á næstunni.

Berlusconi er orðinn 79 ára gamall og hefur verið að glíma við heilsufarsvandamál. Hann er nýkominn úr hjartaaðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×