Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum gagnrýnir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Finn Árnason forstjóra Haga harðlega fyrir ummæli hans um ný samþykkt búvörulög og sakar fyrirtækið um að flytja inn lyfjamengað kjöt.

Við greinum frá gífurlegri fjölgun fólks sem sækir um hæli á Íslandi og samkomulagi um að flytja hundrað flóttamenn aftur til síns heima á næstu átján mánuðum.

Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að veðurfar sem áður var talið afbrigðilegt sé komið til að vera og segir mannkynið að renna út á tíma í baráttunni við loftlagsbreytingar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö og í beinni útsendingu á Vísi klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×