Innlent

Harður árekstur á Suðurlandsbraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mildi þykir að engan hafi sakað.
Mildi þykir að engan hafi sakað. vísir/þórgnýr
Harður tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsbraut við Hallarmúla um klukkan hálf sjö í kvöld. Engan sakaði alvarlega en einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Slökkvi- og sjúkralið ásamt lögreglu voru kölluð á vettvang og er vegurinn upp Hallarmúla lokaður þessa stundina. Báðir bílar eru óökuhæfir og beðið er eftir dráttarbíl. Um var að ræða árekstur jeppa og fólksbíls.

vísir/þórgnýr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×