Fótbolti

Birkir Bjarnason tryggði Basel stig gegn Zürich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með Basel.
Birkir Bjarnason í leik með Basel. vísir/getty
Birkir Bjarnason tryggði Basel stig gegn Zürich þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Staðan var 0-0 í hálfleik en síðari hálfleikurinn var mun fjörugri. Zürich skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og var staðan 2-0 þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Á 83. mínútu leiksins minnkaði Matias Emilio Delgado fyrir Basel og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Birkir Bjarnason metin fyrir heimamenn.

Basel er í efsta sæti deildarinnar með 63 stig en Zürich er í því áttunda með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×