Fótbolti

Ragnar og félagar völtuðu yfir Ural

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar og félagar eru í 5. sæti rússnesku deildarinnar.
Ragnar og félagar eru í 5. sæti rússnesku deildarinnar. vísir/afp
Ragnar Sigurðsson og félagar hreinlega gengu frá Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en fór leikurinn 6-0.

Fedor Smolov fór einfaldlega á kostum í leiknum og skoraði fjögur mörk fyrir Krasnodar.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir heimamenn sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig, sex stigum á eftir CSKA Moscow sem eru á toppi deildarinnar.

Sölvi Geir Ottesen lék á sínum tíma með liði Ural.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×