Fótbolti

Lést á fótboltaæfingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ciara Ryan lést á föstudagskvöldið.
Ciara Ryan lést á föstudagskvöldið. mynd/mirror
Írar eru slegnir eftir að 14 ára stelpa lést á miðri æfingu með knattspyrnuliðinu Kilanerin á föstudagskvöldið.

Ciara Ryan byrjaði að kvarta undan verkjum í fótlegg eftir um hálftíma æfingu en hún æfir með Kilanerin sem er í bænum Gorey í Írlandi.

Stuttu síðar féll hún niður. Sjúkraliði var á staðnum að fylgjast með æfingunni og reyndi sá aðili lífgunartilraunir en hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu í Wexford stuttu síðar.

Síðar kom í ljós að blætt hefði inn á heila á Ciara Ryan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×