Innlent

Hefur játað á sig vopnað rán á Akureyri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan birti myndir af manninum og óskaði eftir aðstoð almennings.
Lögreglan birti myndir af manninum og óskaði eftir aðstoð almennings. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í verslun Samkaup/Strax við Borgarbraut á Akureyri síðasta laugardag. Hann er laus úr haldi lögreglu, en hann hafði verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á mánudag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var ekki talin þörf á að hafa manninn lengur í gæsluvarðhaldi, og að málið sé talið upplýst. Búast megi við að ákæra verði gefin út á næstu vikum eða mánuðum.

Maðurinn ógnaði starfsmanni verslunarinnar með hnífi og þvingaði hann til að opna peningakassa, þaðan sem hann rændi fjármunum. Lögregla vill ekki gefa upp hversu háa upphæð maðurinn hafði á brott með sér, en segir hana óverulega.

Lögregla lýsti eftir manninum með myndbirtingum í kjölfar ránsins og var hann handtekinn degi síðar. Maðurinn neitaði þó sök í fyrstu.


Tengdar fréttir

Neitar að hafa framið ránið

Karlmaður um tvítugt neitar að hafa framið vopnað rán á Akureyri í fyrradag. Hann hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×