Innlent

Neitar að hafa framið ránið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan birti myndir af manninum um helgina og óskaði eftir aðstoð almennings.
Lögreglan birti myndir af manninum um helgina og óskaði eftir aðstoð almennings. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Maðurinn sem handtekinn var í gær í tengslum við vopnað rán í verslun Samkaup/Strax við Borgarbraut á Akureyri í fyrradag neitar sök í málinu. Hann er grunaður um að hafa ógnað starfsmanni með hnífi og þvingað hann til að opna peningakassa, þaðan sem hann rændi fjármunum.

Maðurinn, sem er um tvítugt, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í morgun og hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Hann er sagður hafa komið til kasta lögreglu áður.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri stendur rannsókn málsins enn yfir. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið fjármagn maðurinn hafði á brott með sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×