Innlent

Vopnað rán í verslun á Akureyri: Ógnaði starfsfólki með hnífi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verslunin sem um ræðir.
Verslunin sem um ræðir. Mynd/Google
Vopnað rán var framið í verslun Samkaup/Strax á Akureyri við Borgarbraut um klukkan átta í morgun. Lögregla leitar nú að manninum sem framdi ránið.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandri eystra segir að maðurinn hafi ógnað starfsmanni verslunarinnar með hnífi og fengið hann til að opna afgreiðslukassann áður en hann hvarf á braut með þá peninga sem hann komst í. Engann sakaði en starfsfólki var mjög brugðið.

Maðurinn er talinn vera  í kringum þrítugt, um 180 cm á hæð, dökkhærður og var hann klæddur í bláa hettupeysu og íþróttabuxur og leitar lögregla nú að honum.

Eru þeir sem hafa upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 4442800, með tölvupósti á netfangið nordurland.eystra@logreglan.is eða í með því að senda lögreglunni skilaboð á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×