Innlent

Lögregla óskar eftir upplýsingum um þennan mann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um manninn.
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um manninn. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar enn mannsins sem framdi vopnað rán í Samkaup/Strax á Akureyri við Borgarbraut um klukkan átta í gærmorgun. Hefur lögreglan birt myndir úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar af manni sem hún óskar eftir að fá upplýsingar um.

Maðurinn ógnaði starfsmanni verslunarinnar með hnífi og fengið hann til að opna afgreiðslukassann áður en hann hvarf á braut með þá peninga sem hann komst í. Engan sakaði en starfsfólki var mjög brugðið.

Maðurinn er talinn vera í kringum þrítugt, um 180 cm á hæð, dökkhærður og var hann klæddur í bláa hettupeysu og íþróttabuxur og leitar lögregla nú að honum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa nokkrar ábendingar borist sem verið er að vinna úr.

Eru þeir sem hafa upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 4442800, með tölvupósti á netfangið nordurland.eystra@logreglan.is eða í með því að senda lögreglunni skilaboð á Facebook.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×