Innlent

Einn handtekinn í tengslum við ránið á Akureyri

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan birti myndir af manninum um helgina og óskaði eftir aðstoð almennings.
Lögreglan birti myndir af manninum um helgina og óskaði eftir aðstoð almennings. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við ránið sem framið var á í verslun Samkaup/Strax við Borgarbraut á Akureyri á laugardag. Lögregla segir rannsókn málsins enn í gangi.

Maðurinn er grunaður um að ógnað starfsmanni verslunarinnar með hnífi og fengið hann þannig til þess að opna peningakassann, áður en hann hvarf á braut með fjármunina. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu háa upphæð er að ræða.

Lögregla birti um helgina myndir af manninum úr öryggismyndavél og í tilkynningu er öllum þeim sem gáfu upplýsingar og aðstoðuðu við málið þakkað fyrir.


Tengdar fréttir

Leita enn að ræningjanum

Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar enn mannsins sem framdi vopnað rán í Samkaup/Strax á Akureyri við Borgarbraut í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×