Íslenski boltinn

Sjáðu mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í dag en annasömum degi lauk með öruggum 3-0 sigri Breiðabliks á Val.

Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, fór á kostum í leiknum en hann skoraði tvö marka Blika og lagði upp eitt til viðbótar.

Þá fékk Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals, að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að brjóta á Árna sem var þá að sleppa í gegn.

Fjölnir og Breiðablik eru jöfn að stigum í öðru sæti deildarinnar en Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan 2-0 sigur á Þrótti.

Þá tók FH stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með því að vinna 3-2 sigur á Fylki. Fylkismenn eru því enn í harðri fallbaráttu og misstu Víking Ólafsvík lengra frá sér eftir að Ólafsvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við nafna sína úr Reykjavík.

ÍA og KR mættust á Skipaskaga þar sem gestirnir úr höfuðborginni unnu 1-0 sigur með marki Morten Beck Andersen.

Umferðinni lýkur með frestaðri viðureign ÍBV og Stjörnunnar klukkan 16.45 á morgun en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports.

Leikirnir fimm í dag voru gerðir upp í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld en myndbandsbrot úr þættinum verða birt á Vísi á morgun.

Mörkin úr leik Breiðabliks og Vals má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en úr hinum leikjum kvöldsins í fréttunum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×