Tottenham hefur gengið frá samningum við Wembley um að þeir muni spila Meistaradeildarleiki sína á leikvanginum á næstu leiktíð.
Samkomulagið felur líka í sér að leikir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og bikarnum verði spilaður á Wembley leiktímabilið 2017-18.
Tottenham hefur byrjað að stækka White Hart Lane upp í 61 þúsund sæta leikvang og verða því einhverjir hnökrar á leikjum Tottenham á næstu leiktíð.
„Við erum mjög ánægðir með að gera þetta samkomulag við WNSL og knattspyrnusambandið,” sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, við heimasíðu félagsins.
„Að spila á Wembley gefur okkur tækifæri til þess að koma til móts við allra okkar ársmiðahafa.”
Tottenham á Wembley
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

