Fótbolti

Birkir kom Basel á bragðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir er kominn með 11 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Birkir er kominn með 11 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. vísir/afp
Birkir Bjarnason var á skotskónum þegar Basel vann öruggan sigur á Lugano, 1-4, í svissnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Birkir var á sínum stað í byrjunarliði Basel og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu.

Aðeins þremur mínútum síðar bætti argentínski reynsluboltinn Walter Samuel öðru marki við og áður en fyrri hálfleikurinn var allur voru mörk Basel orðin fjögur.

Lugano skoraði eitt sárabótarmark í seinni hálfleik en það breytti engu um niðurstöðu leiksins. Lokatölur 1-4, Basel í vil.

Birkir og félagar eru með gríðarlega mikla yfirburði í svissnesku deildinni og eftir sigurinn í dag er forysta þeirra á toppnum 18 stig.

Birkir hefur nú skorað átta mörk í deildinni fyrir Basel auk þriggja Evrópumarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×