Ég hef málað gegnum lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:45 Vinkonurnar voru ólatar að sitja fyrir og prýða margar myndir Öldu Ármönnu. Vísir/Anton Brink „Ég hef málað í gegnum lífið, sérstaklega á seinni hluta ævinnar og þegar ég var krakki teiknaði ég heil ósköp,“ segir myndlistarkonan Alda Ármanna sem er áttræð í dag. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bókina Kona í forgrunni sem inniheldur æviminningar, ljóð og list. Konur eru líka oft í forgrunni á myndum hennar. Hún fæddist á Barðsnesi við sunnanverðan Norðfjörð. „Þar kemur brimið með norðanáttinni og sólskinið og hlýjan með sunnanvindinum, lýsir hún glaðlega. „Pabbi var bóndi og sjómaður og fór oft til Neskaupstaðar, hinum megin fjarðarins að leggja inn fiskinn, versla í kaupfélaginu eða skipta við sparisjóðinn. Þar hitti hann mann og annan. Þegar pabbi kom heim lýsti hann mönnum fyrir mér og ég teiknaði þá. Stundum gaf hann þeim myndir sem ég hafði teiknað af þeim óséðum.“ Alda Ármanna ólst upp í níu systkina hópi. „Ég var frekar fljót til náms og tók barnapróf á undan mínum jafnöldrum. Þá var enginn gagnfræðaskóli í Norðfirði þannig að mamma ákvað að senda mig með Herðubreiðinni til Hornafjarðar og koma mér í Hrollaugstaðaskóla í Suðursveit til Torfa Steinþórssonar, bróðursonar Þórbergs Þórðarsonar. Mamma var frá Kálfafelli og ég bjó þar hjá móðursystur minni, Ingunni og Benedikt, manni hennar, bróður Þórbergs. Síðar fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræðaprófi.“ Fljótlega eftir vistina á Eiðum lá leiðin til Reykjavíkur, meðal annars til lækninga því beinabyggingin var sérstök. Í borginni kynntist Alda bæði myndlistinni og tilvonandi eiginmanni, Elíasi Kristjánssyni, „sem var nýkominn af síld og ekkert nema fjörið,“ eins og hún orðar það. Frumburðurinn fæddist fljótlega og alls urðu börnin fjögur, það yngsta fatlað. Eftir að hafa prófað búsetu á Neskaupstað og ráðsmennsku í Borgarfirði ákváðu þau hjón að setjast að hér syðra. Nú eru þau skilin og elsti sonurinn látinn. Listin hefur aldrei yfirgefið Öldu. „Í myndlistarskólanum kynntist ég stúlkum sem ég hélt vinkvennasambandi við, þannig að ég hætti aldrei að stússast í myndlistinni,“ segir hún. Afmælisteitið verður haldið heima, að sögn Öldu. „Dóttir mín ætlar að sjá um að galdra eitthvað fram. Hún kann ýmislegt fyrir sér og tengdadóttir mín líka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
„Ég hef málað í gegnum lífið, sérstaklega á seinni hluta ævinnar og þegar ég var krakki teiknaði ég heil ósköp,“ segir myndlistarkonan Alda Ármanna sem er áttræð í dag. Hún hefur haldið fjölda sýninga og gefið út bókina Kona í forgrunni sem inniheldur æviminningar, ljóð og list. Konur eru líka oft í forgrunni á myndum hennar. Hún fæddist á Barðsnesi við sunnanverðan Norðfjörð. „Þar kemur brimið með norðanáttinni og sólskinið og hlýjan með sunnanvindinum, lýsir hún glaðlega. „Pabbi var bóndi og sjómaður og fór oft til Neskaupstaðar, hinum megin fjarðarins að leggja inn fiskinn, versla í kaupfélaginu eða skipta við sparisjóðinn. Þar hitti hann mann og annan. Þegar pabbi kom heim lýsti hann mönnum fyrir mér og ég teiknaði þá. Stundum gaf hann þeim myndir sem ég hafði teiknað af þeim óséðum.“ Alda Ármanna ólst upp í níu systkina hópi. „Ég var frekar fljót til náms og tók barnapróf á undan mínum jafnöldrum. Þá var enginn gagnfræðaskóli í Norðfirði þannig að mamma ákvað að senda mig með Herðubreiðinni til Hornafjarðar og koma mér í Hrollaugstaðaskóla í Suðursveit til Torfa Steinþórssonar, bróðursonar Þórbergs Þórðarsonar. Mamma var frá Kálfafelli og ég bjó þar hjá móðursystur minni, Ingunni og Benedikt, manni hennar, bróður Þórbergs. Síðar fór ég í Eiðaskóla og lauk gagnfræðaprófi.“ Fljótlega eftir vistina á Eiðum lá leiðin til Reykjavíkur, meðal annars til lækninga því beinabyggingin var sérstök. Í borginni kynntist Alda bæði myndlistinni og tilvonandi eiginmanni, Elíasi Kristjánssyni, „sem var nýkominn af síld og ekkert nema fjörið,“ eins og hún orðar það. Frumburðurinn fæddist fljótlega og alls urðu börnin fjögur, það yngsta fatlað. Eftir að hafa prófað búsetu á Neskaupstað og ráðsmennsku í Borgarfirði ákváðu þau hjón að setjast að hér syðra. Nú eru þau skilin og elsti sonurinn látinn. Listin hefur aldrei yfirgefið Öldu. „Í myndlistarskólanum kynntist ég stúlkum sem ég hélt vinkvennasambandi við, þannig að ég hætti aldrei að stússast í myndlistinni,“ segir hún. Afmælisteitið verður haldið heima, að sögn Öldu. „Dóttir mín ætlar að sjá um að galdra eitthvað fram. Hún kann ýmislegt fyrir sér og tengdadóttir mín líka.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira