Fótbolti

Rosenborg hafði betur gegn Valerenga sem er enn án stiga

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborgar þegar liðið sótti þrjú stig til Valerenga.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborgar þegar liðið sótti þrjú stig til Valerenga. vísir/valli
Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar Valerenga tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Valerenga og Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg. Þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Þórarinsson komu báðir inn á sem varamenn undir lokinn hjá Rosenborg.

Það tók Rosenborg 83 mínútur að brjóta Valerenga á bak aftur en þá skoraði Yann-Erik de Lanlay. Lanlay lagði svo upp síðara mark Rosenborg í leiknum þegar hann kom boltanum á Mike Lindemann Jensen. 2-0 urðu lokatölur.

Þá mættust einnig Íslendingaliðin Start og Viking fyrr í dag og endaði hann með 1-0 sigri gestanna í Viking. Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn með Start og Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn í liði Viking.

Viking er með 7 stig eftir þrjá leiki, Rosenborg er með 6 stig, Start er með tvö stig en Valerenga situr á botni deildarinnar, án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×