Fótbolti

Messi sendi dætrum Obama tvær áritaðar treyjur

Lionel Messi sendi dætrum Barak Obama tvær áritaðar treyjur.
Lionel Messi sendi dætrum Barak Obama tvær áritaðar treyjur. vísir/getty
Barak Obama Bandaríkjaforseti var nýverið í opinberi heimsókn í Argentínu ásamt fjölskyldu sinni. Heimsóknin átti sér stað á sama tíma og argentínska landsliðið í knattspyrnu spilaði leiki í undankeppni HM og dætur Obama vildu ólmar hitta stórstjörnuna Lionel Messi.

Ekki tókst að koma þeim saman en Messi bætti þeim það upp í gær, hann áritaði tvær treyjur og sendi þær í Hvíta húsið. Það má gera fastlega ráð fyrir því að stelpurnar, Malia Ann og Natasha, verði himinlifandi með sendinguna.

Hér má sjá mynd af Messi með áritaða treyju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×