Mata: Við fáum fáránlega mikið borgað og ég tæki glaður á mig launalækkun Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 08:15 Juan Mata veit að hann lifir ekki eðlilegu lífi. vísir/getty Juan Mata, miðjumaður Manchester United, segist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun ef stuðlað yrði að því að fótboltinn yrði ekki jafn mikil viðskipti og hann er orðinn í dag. Spænski landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í spænska fréttaþættinum Salvados þar sem hann sagðist finna til með stuðningsmönnum vegna gráðugra eigenda fótboltafélaga út um allan heim. „Ég skil alveg hvað stuðningsmennirnir eru að vitna til. Þegar kemur að viðskiptahlið fótboltans virðast eigendur liðanna skipta meira máli en stuðningsmennirnir,“ segir Mata. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar fjölmiðlarnir voru ekki svona stór hluti af leiknum og ekki jafn margir aðilar komu að liðunum. Ég hef ekki gaman að viðskiptahlið fótboltans. Ég elska leikinn. Ég elska að æfa og keppa.“ „Ég myndi glaður taka á mig launalækkun ef það myndi þýða að fótboltinn yrði ekki jafnmikil viðskipti. Við fáum vel borgað og stundum finnst manni ekki mikill munur á tölunni x og x sinnum þrír,“ segir Mata. Spánverjinn viðurkennir að hann og fleiri kollegar hans fái greiddar ævintýralegar upphæðir fyrir að spila fótbolta. Átján ára gamall fékk hann tólf milljónir króna á ári fyrir að spila með varaliði Real Madrid. „Umbunin í fótboltanum er mikil á þessu stigi. Það er eins og við búum í vernduðu umhverfi miðað við restina af þjóðfélaginu. Við fáum fáránlega mikið borgað. Það er í raun óskiljanlegt,“ segir Mata sem er talinn fá 140.000 pund í vikulaun í dag eða 25 milljónir króna. „Miðað við fótboltaheiminn í dag er ég að fá eðlileg laun en miðað við hin 99,9 prósentin af Spánverjum og restina af heiminum fæ ég fáránlega mikið borgað.“ „Ég bý í kúlu. Vinir mínir eru þeir sem lifa raunverulega lífinu. Þeir þurftu að leita sér að vinnu, fara á atvinnuleysisbætur og jafnvel flytja frá Spáni. Það er eðlilegt líf í dag. Mitt líf sem fótboltamaður er ekki eðlilegt,“ segir Juan Mata. Enski boltinn Tengdar fréttir Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, segist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun ef stuðlað yrði að því að fótboltinn yrði ekki jafn mikil viðskipti og hann er orðinn í dag. Spænski landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í spænska fréttaþættinum Salvados þar sem hann sagðist finna til með stuðningsmönnum vegna gráðugra eigenda fótboltafélaga út um allan heim. „Ég skil alveg hvað stuðningsmennirnir eru að vitna til. Þegar kemur að viðskiptahlið fótboltans virðast eigendur liðanna skipta meira máli en stuðningsmennirnir,“ segir Mata. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar fjölmiðlarnir voru ekki svona stór hluti af leiknum og ekki jafn margir aðilar komu að liðunum. Ég hef ekki gaman að viðskiptahlið fótboltans. Ég elska leikinn. Ég elska að æfa og keppa.“ „Ég myndi glaður taka á mig launalækkun ef það myndi þýða að fótboltinn yrði ekki jafnmikil viðskipti. Við fáum vel borgað og stundum finnst manni ekki mikill munur á tölunni x og x sinnum þrír,“ segir Mata. Spánverjinn viðurkennir að hann og fleiri kollegar hans fái greiddar ævintýralegar upphæðir fyrir að spila fótbolta. Átján ára gamall fékk hann tólf milljónir króna á ári fyrir að spila með varaliði Real Madrid. „Umbunin í fótboltanum er mikil á þessu stigi. Það er eins og við búum í vernduðu umhverfi miðað við restina af þjóðfélaginu. Við fáum fáránlega mikið borgað. Það er í raun óskiljanlegt,“ segir Mata sem er talinn fá 140.000 pund í vikulaun í dag eða 25 milljónir króna. „Miðað við fótboltaheiminn í dag er ég að fá eðlileg laun en miðað við hin 99,9 prósentin af Spánverjum og restina af heiminum fæ ég fáránlega mikið borgað.“ „Ég bý í kúlu. Vinir mínir eru þeir sem lifa raunverulega lífinu. Þeir þurftu að leita sér að vinnu, fara á atvinnuleysisbætur og jafnvel flytja frá Spáni. Það er eðlilegt líf í dag. Mitt líf sem fótboltamaður er ekki eðlilegt,“ segir Juan Mata.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15