Enski boltinn

Stóri Sam skýtur á Wenger: Arsenal kemst í Evrópu en það verður eins og að sleppa við fall

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sam Allardyce er alltaf til í að skjóta létt á kollega sína.
Sam Allardyce er alltaf til í að skjóta létt á kollega sína. vísir/getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, segir Arsenal hafa misst af fullkomnu tækifæri til að vinna ensku úrvalsdeildina þetta tímabilið.

Sunderland og Arsenal skildu jöfn, markalaus, í gær en Arsenal hefur verið að tapa stigum að undanförnu og er nú ekki bara úr leik í titilbaráttunni heldur er liðið komið í harða baráttu um að halda Meistaradeildarsætinu.

Liðið er með 64 stig í fjórða sæti, fimm stigum á undan Manchester United sem á leik til góða.

Chelsea og Manchester United hafa ekki gert sig gildandi í baráttunni um enska titilinn þetta tímabilið en í síðustu umferðunum eru það Leicester og Tottenaham sem berjast um titilinn eftirsótta.

Aðspurður eftir leikinn í gær hvort hann hefði haldið að þetta yrði ár Arsenal svaraði Allardyce: „Ó, já. Ég er líka viss um að Arsene hélt að þetta yrði árið hans.“

„Miðað við það sem Manchester United og Chelsea eru að gera opnaðist stór gluggi. Því miður fyrir Arsenal nýtti liðið ekki þennan mögulega.“

„En Arsenal er enn í baráttunni um efstu fjögur sætin. Arsenal mun komast í Evrópu en fyrir þá verður það eins og að enda í fjórða neðsta sæti,“ sagði Sam Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×