Íslenski boltinn

Stjarnan keypti Hólmbert

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmbert verður áfram í Garðabænum.
Hólmbert verður áfram í Garðabænum. mynd/stjarnan
Hólmbert Aron Friðjónsson skrifaði í dag undir samning við Stjörnuna sem keypti hann frá KR.

Hólmbert var lánaður til Stjörnunnar í sumar og í lánssamningnum var ákvæði um að Stjarnan hefði forkaupsrétt á leikmanninum. Stjarnan nýtti sér það ákvæði. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti það við fótbolti.net.

Hólmbert skoraði tvö mörk í níu leikjum fyrir Stjörnuna í sumar en skoraði ekkert fyrir KR í tíu leikjum þar á undan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.