Mark Gylfa tryggði Swansea næstum því þriðja sigurinn í röð | Sjáið markið hans Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2016 22:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru ótrúlega nálægt því að landa dýrmætum útisigri á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gylfi kom Swansea í 1-0 á 63. mínútu og þannig var staðan þar til í uppbótartíma leiksins þegar José Salomón Rondón náði að skora jöfnunarmarkið eftir mikla orrahríð upp við mark Swansea. Swansea var búið að vinna tvo deildarleiki í röð og Gylfi hélt uppteknum hætti á nýju ári. Gylfi var nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum þegar Ben Foster varði langskot hans. Ben Foster kom hinsvegar engum vörnum við þegar Gylfi stakk sér inn í teiginn á 63. mínútu og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þetta var fjórða deildarmark hans á árinu í fimm leikjum ársins 2016. Gylfi hefur alls skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Leikmenn West Bromwich Albion gáfust ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. José Salomón Rondón potaði þá boltanum yfir marklínuna eftir ítrekaða nauðvörn varnarmanna Swansea. Þetta var gríðarlega svekkjandi fyrir Gylfa og félagar sem voru svo ótrúlega nálægt því að landa þriðja sigrinum í röð. Swansea er nú með 26 stig í 16. sæti og er nú fimm stigum frá fallsæti en Newcastle á leik inni annað kvöld.Ben Foster varði gott langskot frá Gylfa Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru ótrúlega nálægt því að landa dýrmætum útisigri á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gylfi kom Swansea í 1-0 á 63. mínútu og þannig var staðan þar til í uppbótartíma leiksins þegar José Salomón Rondón náði að skora jöfnunarmarkið eftir mikla orrahríð upp við mark Swansea. Swansea var búið að vinna tvo deildarleiki í röð og Gylfi hélt uppteknum hætti á nýju ári. Gylfi var nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum þegar Ben Foster varði langskot hans. Ben Foster kom hinsvegar engum vörnum við þegar Gylfi stakk sér inn í teiginn á 63. mínútu og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þetta var fjórða deildarmark hans á árinu í fimm leikjum ársins 2016. Gylfi hefur alls skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Leikmenn West Bromwich Albion gáfust ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. José Salomón Rondón potaði þá boltanum yfir marklínuna eftir ítrekaða nauðvörn varnarmanna Swansea. Þetta var gríðarlega svekkjandi fyrir Gylfa og félagar sem voru svo ótrúlega nálægt því að landa þriðja sigrinum í röð. Swansea er nú með 26 stig í 16. sæti og er nú fimm stigum frá fallsæti en Newcastle á leik inni annað kvöld.Ben Foster varði gott langskot frá Gylfa Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira