Harry Kane með tvö mörk og Tottenham komst upp fyrir Arsenal | Úrslit kvöldsins í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2016 22:15 Harry Kane fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Tottenham er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Norwich í kvöld en Harry Kane og félagar nýttu sér það að Arsenal-liðið missteig sig enn á ný.Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham en Dele Alli skoraði það fyrsta strax eftir aðeins hundrað sekúndur. Sannkölluð draumabyrjun og Tottenham var í frábærum málum eftir mark Kane úr víti á 30. mínútu leiksins. Þessi tvö mörk frá Harry Kane í kvöld þýða að hann er kominn með 31 mark í ensku úrvalsdeildinni frá 1. janúar 2015. Harry Kane er líka orðinn næstmarkahæstur og er nú þremur mörkum á eftir Jamie Vardy.West Ham styrkti stöðu sína í sjötta sætinu og fylgir Manchester United eftir en liðið vann 2-0 sigur á tíu mönnum Aston Villa í kvöld. Jordan Ayew fékk rautt spjald strax á 17. mínútu og botnlið Villa mátti ekki við því. Mörk West Ham komu þó ekki fyrr en í seinni hálfleiknum.Benik Afobe tryggði nýliðum Bournemouth útisigur á Crystal Palace og er Bournemouth-liðið við hlið Chelsea í 14. og 15. sæti með 28 stig. Liðið er nú átta stigum frá fallsæti.Arsenal nýtti ekki fjölda dauðafæra og þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli á móti Southampton.Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester City í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Liverpool og hélt þar með þriggja stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. Argentínumaðurinn Sergio Agüero var hetja Manchester City liðsins en hann skoraði eina mark leiksins á móti Sunderland þegar hann skoraði snemma í fyrri hálfleiknum.Manchester United vann sannfærandi 3-0 sigur á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í röð.Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru ótrúlega nálægt því að landa dýrmætum útisigri á móti West Bromwich Albion. Gylfi kom Swansea í 1-0 á 63. mínútu og þannig var staðan þar til í uppbótartíma leiksins þegar José Salomón Rondón náði að skora jöfnunarmarkið eftir mikla orrahríð upp við mark Swansea.Úrslitin og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Southampton 0-0Leicester - Liverpool 2-0 1-0 Jamie Vardy (60.), 2-0 Jamie Vardy (71.)Norwich - Tottenham 0-3 0-1 Dele Alli (2.), 0-2 Harry Kane,víti (30.), 0-3 Harry Kane (90.)Sunderland - Manchester City 0-1 0-1 Sergio Agüero (16.)West Ham - Aston Villa 2-0 1-0 Michail Antonio (58.), 2-0 Cheikhou Kouyaté (85.)Crystal Palace - Bournemouth 1-2 1-0 Scott Dann (27.), 1-1 Marc Pugh (34.), 1-2 Benik Afobe (57.)Manchester United - Stoke 3-0 1-0 Jesse Lingard (14.), 2-0 Anthony Martial (23.), 3-0 Wayne Rooney (53.)West Bromwich - Swansea 1-1 0-1 Gylfi Sigurðsson (63.), 1-1 José Salomón Rondón (90.+1). Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Tottenham er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Norwich í kvöld en Harry Kane og félagar nýttu sér það að Arsenal-liðið missteig sig enn á ný.Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham en Dele Alli skoraði það fyrsta strax eftir aðeins hundrað sekúndur. Sannkölluð draumabyrjun og Tottenham var í frábærum málum eftir mark Kane úr víti á 30. mínútu leiksins. Þessi tvö mörk frá Harry Kane í kvöld þýða að hann er kominn með 31 mark í ensku úrvalsdeildinni frá 1. janúar 2015. Harry Kane er líka orðinn næstmarkahæstur og er nú þremur mörkum á eftir Jamie Vardy.West Ham styrkti stöðu sína í sjötta sætinu og fylgir Manchester United eftir en liðið vann 2-0 sigur á tíu mönnum Aston Villa í kvöld. Jordan Ayew fékk rautt spjald strax á 17. mínútu og botnlið Villa mátti ekki við því. Mörk West Ham komu þó ekki fyrr en í seinni hálfleiknum.Benik Afobe tryggði nýliðum Bournemouth útisigur á Crystal Palace og er Bournemouth-liðið við hlið Chelsea í 14. og 15. sæti með 28 stig. Liðið er nú átta stigum frá fallsæti.Arsenal nýtti ekki fjölda dauðafæra og þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli á móti Southampton.Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester City í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Liverpool og hélt þar með þriggja stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. Argentínumaðurinn Sergio Agüero var hetja Manchester City liðsins en hann skoraði eina mark leiksins á móti Sunderland þegar hann skoraði snemma í fyrri hálfleiknum.Manchester United vann sannfærandi 3-0 sigur á Stoke City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og hefur þar með skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í röð.Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru ótrúlega nálægt því að landa dýrmætum útisigri á móti West Bromwich Albion. Gylfi kom Swansea í 1-0 á 63. mínútu og þannig var staðan þar til í uppbótartíma leiksins þegar José Salomón Rondón náði að skora jöfnunarmarkið eftir mikla orrahríð upp við mark Swansea.Úrslitin og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Arsenal - Southampton 0-0Leicester - Liverpool 2-0 1-0 Jamie Vardy (60.), 2-0 Jamie Vardy (71.)Norwich - Tottenham 0-3 0-1 Dele Alli (2.), 0-2 Harry Kane,víti (30.), 0-3 Harry Kane (90.)Sunderland - Manchester City 0-1 0-1 Sergio Agüero (16.)West Ham - Aston Villa 2-0 1-0 Michail Antonio (58.), 2-0 Cheikhou Kouyaté (85.)Crystal Palace - Bournemouth 1-2 1-0 Scott Dann (27.), 1-1 Marc Pugh (34.), 1-2 Benik Afobe (57.)Manchester United - Stoke 3-0 1-0 Jesse Lingard (14.), 2-0 Anthony Martial (23.), 3-0 Wayne Rooney (53.)West Bromwich - Swansea 1-1 0-1 Gylfi Sigurðsson (63.), 1-1 José Salomón Rondón (90.+1).
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira