Hagar þurfa að greiða fjölskyldu sem það þjófkenndi bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2016 20:30 Fjölskyldan var sökuð um að hafa stolið hárlit og var gert að tæma vasa sína fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur hefur dæmt Haga til þess að greiða fjölskyldu skaðabætur eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar árið 2014. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Munu þau hvert og eitt fá greiddar 200 þúsund krónur í skaðabætur. Voru þau á leið út úr versluninni eftir að hafa greitt fyrir vörur sínar þegar þau voru stöðvuð og meinuð útganga úr búðinni. Voru þau sökuð að hafa stolið varningi og var þeim gert að tæma vasa sína. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar.Sjá einnig: Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna BónussHafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldunnar. Vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Áfrýjaði fjölskyldan dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að þó að játa þurfi verslunareigendum ákveðið svigrúm við eftirlit með þjófnaði bæri þeim að haga verklagi við eftirlitið á þann hátt að ekki væri gengið lengra en þörf krefði og að nærgætni og háttvísi væri gætt. Jafnframt segir að sú háttsemi starfsmanna Haga að gera fjölskyldunni að tæma vasa sína í opnu rými verslunarinnar, að öðrum viðskiptavinum ásjáandi og að undangegnum ósönnum staðhæfingum um þjófnað, hefði verið meiðandi og falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu þeirra og æru.Dóm Hæstaréttar má skoða hér. Tengdar fréttir Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Atburður í Bónus í Lóuhólum í fyrra fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 10. apríl 2015 15:47 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Haga til þess að greiða fjölskyldu skaðabætur eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar árið 2014. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Munu þau hvert og eitt fá greiddar 200 þúsund krónur í skaðabætur. Voru þau á leið út úr versluninni eftir að hafa greitt fyrir vörur sínar þegar þau voru stöðvuð og meinuð útganga úr búðinni. Voru þau sökuð að hafa stolið varningi og var þeim gert að tæma vasa sína. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar.Sjá einnig: Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna BónussHafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldunnar. Vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Áfrýjaði fjölskyldan dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að þó að játa þurfi verslunareigendum ákveðið svigrúm við eftirlit með þjófnaði bæri þeim að haga verklagi við eftirlitið á þann hátt að ekki væri gengið lengra en þörf krefði og að nærgætni og háttvísi væri gætt. Jafnframt segir að sú háttsemi starfsmanna Haga að gera fjölskyldunni að tæma vasa sína í opnu rými verslunarinnar, að öðrum viðskiptavinum ásjáandi og að undangegnum ósönnum staðhæfingum um þjófnað, hefði verið meiðandi og falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu þeirra og æru.Dóm Hæstaréttar má skoða hér.
Tengdar fréttir Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Atburður í Bónus í Lóuhólum í fyrra fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 10. apríl 2015 15:47 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Atburður í Bónus í Lóuhólum í fyrra fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 10. apríl 2015 15:47