Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað klukkan 23.00 í kvöld og keppast nú liðin við að styrkja sig áður en fresturinn til að fá nýja leikmenn rennur út.
Þau lið sem vilja nota nýju leikmennina á morgun og hinn þegar spilað verður í ensku úrvalsdeildinni þurfa að ganga frá sínum málum fyrir miðjan dag, en þeir leikmenn sem detta inn á síðustu metrunum fá líklega ekki að spila fyrr en um næstu helgi.
Allt stefnir í milljarð punda eyðslu hjá ensku liðunum, en búist er við að heildarupphæðin fari í fyrsta sinn yfir einn milljarð punda eða ríflega 185 milljarða íslenskra króna.
Nýtt met var sett á síðustu leiktíð þegar ensku liðin eyddu samtals 965 milljónum punda í sumarglugganum 2014 og janúarglugganum 2015, en nú þegar er búið að slá það met.
Aðrar stærstu deildir Evrópu eins og á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi hafa allar framlengt gluggana sína og verða þeir opnir fram á kvöld eins og á Englandi.
Stefnir í að ensku liðin eyði meira en milljarði punda á tímabilinu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti