Enski boltinn

Gamli stjórinn hans Gylfa að taka við Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Monk er kominn með nýtt starf.
Monk er kominn með nýtt starf. vísir/getty
Garry Monk, fyrrverandi knattspyrnustjóri Swansea City, verður að öllum líkindum næsti stjóri Leeds United. Félagið hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag.

Hinn 37 ára gamli Monk tekur við starfinu af hinum litríka Steve Evans sem var rekinn á þriðjudaginn.

Monk verður sjöundi stjóri Leeds frá því Ítalinn Massimo Cellino keypti félagið í apríl 2014.

Monk tók við Swansea í febrúar 2014 og tímabilið 2014-15 náði liðið sínum besta árangri í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Það gekk ekki jafn vel á nýafstöðnu tímabili og Monk var látinn taka pokann sinn í desember 2015.

Leeds endaði í 13. sæti ensku B-deildarinnar í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×