Fótbolti

Fimmtánda mark Kjartans Henrys sem er markahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry hefur verið svakalegur í apríl.
Kjartan Henry hefur verið svakalegur í apríl. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason heldur áfram að raða inn mörkunum með Horsens í dönsku B-deildinni.

Í kvöld skoraði hann sitt fimmtánda deildarmark á leiktíðinni er liðið vann Vendsyssel, 3-0. Markið skoraði hann á 46. mínútu en það var þriðja mark Horsens í leiknum.

Með sigrinum komst Horsens á topp dönsku B-deildarinnar en liðið er með 53 stig, rétt eins og Lyngby sem á leik til góða. Liðin eru með sjö stiga forystu á næstu lið.

Kjartan Henry hefur nú skorað fimm mörk í fjórum leikjum í apríl og er nú orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×