Callum Chambers kom Arsenal yfir á 19. mínútu með glæsilegu skoti en Sam Vokes jafnaði fyrir Burnley tíu mínútum síðar með góðum skalla.
Sanchez kom Arsenal aftur yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain en Arsenal fékk færin til þess að bæta við mörkum.
Fékk Theo Walcott besta færið í uppbótartíma þegar hann slapp í gegn en stuðningsmenn Arsenal gátu loksins andað léttar þegar leikurinn var flautaður af.