Lagið er á plötunni Vagg & Velta og þykir nokkuð vinsælt hér á landi í dag. Í myndbandinu má sjá rapparann upp á húsþökum um alla Reykjavíkurborg og er greinilega öllu tjaldað til í gerð myndbandsins.
Það var Freyr Árnason sem leikstýrði myndbandinu og er það framleitt af Tjarnargötu. Hér að neðan má sjá þetta stórglæsilega myndband.