„Þetta mál er farið að minna mig mjög mikið á hið svokallaða lekamál“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 17:24 Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/Anton Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Helgi Hrafn gerði fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, um að brotist hafi verið inn í tölvu hans, að umræðuefni sínu. Hann sagði það til skammar hvernig stjórnmálamenn leyfi sér að hagræða sannleikanum til að koma höggi á aðra eða lyfta sjálfum sér upp. Þá sagði hann vera kominn tími á að stjórnmálamenn leggðu vinnu í að vera heiðarlegir. Fullyrðing Sigmundar hefur vakið mikla athygli. Komið hefur fram að að eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans.Minnir á lekamálið „Nú get ég ekki að því gert að þetta mál er farið að minna mig mjög mikið á hið svokallaða lekamál. Maður á sem sagt að venjast því að taka öllu með mjög miklum fyrirvara. Maður á að venjast því að salta allt sem stjórnmálamenn segja vegna þess að þeim er ekki treystandi til að segja nokkurn tímann eitthvað sem hægt er að staðfesta með raunverulegum gögnum,“ sagði Helgi Hrafn. „Þegar hlutirnir eru athugaðir kemur í ljós að það var í skásta falli mjög, mjög villandi sem var sagt. Þessu eigum við að venjast, þessu á almenningur bara að venjast. Þetta á bara að vera hluti af pólitíkinni. Svona haga stjórnmálamenn sér.“Hegðun stjórnmálamanna til skammar„Það er til skammar hvernig stjórnmálamenn leyfa sér að hagræða sannleikanum til þess eins að koma höggi á aðra eða lyfta sjálfum sér upp. Það er til skammar fyrir okkur sem fólk, sem manneskjur, ekki bara sem stjórnmálamenn, ekki bara fyrir þessa iðngrein eða hvað við eigum að kalla það. Fólk á ekki að haga sér svona hvort sem það er í stjórnmálum eða ekki. Mér finnst alveg kominn tími til þess að við förum að ræða það sem samviskuspurningu, ekki bara pólitíska spurningu.“ Helgi Hrafn sagði jafnframt að slík hegðun drægi úr virðingu fyrir Alþingi og stjórnmálamönnum. „Það getur kostað smávinnu að vera heiðarlegur því að stundum þarf maður að leggja vinnu í að kynna sér gögn og hugsa málin til enda. Þegar fólk leyfir sér að sleppa því bara til þess að fá betri höggstað á andstæðingi sínum er það ekki í lagi. Það er óheiðarlegt, virðulegi forseti. Það er þessi hefð, þessi hegðun, sem dregur úr virðingu hins háa Alþingis, ríkisstjórnar og stjórnmálamanna almennt. Mér finnst kominn tími til að við hugsum öll um þetta. Öll sem eitt.“ Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Helgi Hrafn gerði fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, um að brotist hafi verið inn í tölvu hans, að umræðuefni sínu. Hann sagði það til skammar hvernig stjórnmálamenn leyfi sér að hagræða sannleikanum til að koma höggi á aðra eða lyfta sjálfum sér upp. Þá sagði hann vera kominn tími á að stjórnmálamenn leggðu vinnu í að vera heiðarlegir. Fullyrðing Sigmundar hefur vakið mikla athygli. Komið hefur fram að að eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans.Minnir á lekamálið „Nú get ég ekki að því gert að þetta mál er farið að minna mig mjög mikið á hið svokallaða lekamál. Maður á sem sagt að venjast því að taka öllu með mjög miklum fyrirvara. Maður á að venjast því að salta allt sem stjórnmálamenn segja vegna þess að þeim er ekki treystandi til að segja nokkurn tímann eitthvað sem hægt er að staðfesta með raunverulegum gögnum,“ sagði Helgi Hrafn. „Þegar hlutirnir eru athugaðir kemur í ljós að það var í skásta falli mjög, mjög villandi sem var sagt. Þessu eigum við að venjast, þessu á almenningur bara að venjast. Þetta á bara að vera hluti af pólitíkinni. Svona haga stjórnmálamenn sér.“Hegðun stjórnmálamanna til skammar„Það er til skammar hvernig stjórnmálamenn leyfa sér að hagræða sannleikanum til þess eins að koma höggi á aðra eða lyfta sjálfum sér upp. Það er til skammar fyrir okkur sem fólk, sem manneskjur, ekki bara sem stjórnmálamenn, ekki bara fyrir þessa iðngrein eða hvað við eigum að kalla það. Fólk á ekki að haga sér svona hvort sem það er í stjórnmálum eða ekki. Mér finnst alveg kominn tími til þess að við förum að ræða það sem samviskuspurningu, ekki bara pólitíska spurningu.“ Helgi Hrafn sagði jafnframt að slík hegðun drægi úr virðingu fyrir Alþingi og stjórnmálamönnum. „Það getur kostað smávinnu að vera heiðarlegur því að stundum þarf maður að leggja vinnu í að kynna sér gögn og hugsa málin til enda. Þegar fólk leyfir sér að sleppa því bara til þess að fá betri höggstað á andstæðingi sínum er það ekki í lagi. Það er óheiðarlegt, virðulegi forseti. Það er þessi hefð, þessi hegðun, sem dregur úr virðingu hins háa Alþingis, ríkisstjórnar og stjórnmálamanna almennt. Mér finnst kominn tími til að við hugsum öll um þetta. Öll sem eitt.“
Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43