Innlent

Fimm fluttir undir læknishendur eftir árekstur á Reykjanesbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Harður árekstur varð á Reykjanesbraut um helgina.
Harður árekstur varð á Reykjanesbraut um helgina. Vísir/Pjetur
Fimm voru fluttir undir læknishendur eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut um síðustu helgi. Ökumaður ók aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að hún kastaðist yfir á öfugan vegarhelming. Bifreið sem kom úr gagnstæðri átt hafnaði í hlið síðarnefndu bifreiðarinnar. 

Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en ökumaður og tveir farþegar þriðju bifreiðarinnar voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir viðkomu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ökumaður slasaðist nokkuð en farþegar sluppu betur. Allar bifreiðarnar voru óökufærar og voru fluttar af vettvangi með dráttarbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×