Fótbolti

Columbus gerði jafntefli við Orlando City

Kristinn Steindórsson lék síðari hálfleikinn í liði Columbus Crew.
Kristinn Steindórsson lék síðari hálfleikinn í liði Columbus Crew. vísir/pjetur
Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew eru í 6. sæti austurdeildar í Bandaríkjunum með 16 stig eftir leiki næturinnar. Columbus Crew gerði 2-2 jafntefli við Kaka og félaga hans í Orlando City.

Kristinn byrjaði á bekknum hjá Columbus en kom inn á sem varamaður í hálfleik, í stöðunni 1-1. Columbus var 2-1 yfir fram í blálokinn en Orlando jafnaði á 89. mínútu. Leikið var á heimavelli Orlando í Flórída.

DC United er í efsta sæti austurdeildarinnar með 25 stig. Í vesturdeildinni situr Seattle Sounders í efsta sæti með 23 stig, jafnmörg og Vancouver Whitecaps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×