Enski boltinn

United að festa kaup á frönskum framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martial er alinn upp hjá Lyon.
Martial er alinn upp hjá Lyon. vísir/getty
Franski framherjinn Anthony Martial er á leið til Manchester United frá Monaco.

Martial fékk leyfi frá franska knattspyrnusambandinu til að fara frá landsliðshópnum til Englands til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við United.

Talið er að United borgi um 36 milljónir punda fyrir Martial sem er aðeins 19 ára gamall.

Martial, sem hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka, er alinn upp hjá Lyon en gekk til liðs við Monaco sumarið 2013. Hann gerði átta mörk í 31 deildarleik fyrir Monaco á síðasta tímabili.

United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði 2-1 fyrir Swansea í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×