Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 17:10 Eigandi Húnabúðar sagðist vera vön því að geta treyst fólki sem kæmi við í búðinni. Feðgarnir brugðust traustinu. Mynd/Húnabúð Mennirnir tveir sem grunaðir eru um þjófnað úr verslunum á ferðalagi sínu um landið hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Um er að ræða feðga sem hafa engin tengsl við landið en þeir eru grunaðir um sex brot sem eru til rannsóknar hjá fjórum lögregluembættum á landinu.Mennirnir voru handteknir nærri Höfn í Hornafirði þann 11. ágúst. Vísir hafði þegar fjallað um þjófnað þeirra úr búð á Blönduósi þann 8.ágúst.Rupluðu úr Húnabúð „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig,“ sagði Sigurlaug Gísladóttir, eigandi Húnabúðar við Vísi daginn sem feðgarnir létu til skarar skríða. Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Í framhaldinu virðast þeir hafa haldið áfram hringveginn í norður og austur. Eru þeir grunaðir um þjófnað með svipuðum aðferðum meðal annars á Sauðárkróki og Eskifirði. Einnig er um að ræða innbrot í hús og sumarbústaði. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en vegatálmi var settur upp á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði og þeir stöðvaðir.Segja ekki orð Mennirnir neita að tjá sig um málið og vilja ekkert segja um myndir af þeim sem náðust á öryggismyndavélar. Þá neita þeir einnig að tjá sig um þýfi sem fannst á þeim. Þar sem mennirnir hafa engin tengsl við landið er óttast að þeir haldi áfram að brjóta af sér eða þá flýi land. Telja bæði Héraðsdómur Suðurlands og Hæstiéttur að beiðni um gæsluvarðhald uppfylli nauðsynleg skilyrði. Feðgarnir verða því í einangrun til 26. ágúst.Dóm Hæstaréttar má lesa hér en dómar feðganna eru svo til eins. Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um þjófnað úr verslunum á ferðalagi sínu um landið hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Um er að ræða feðga sem hafa engin tengsl við landið en þeir eru grunaðir um sex brot sem eru til rannsóknar hjá fjórum lögregluembættum á landinu.Mennirnir voru handteknir nærri Höfn í Hornafirði þann 11. ágúst. Vísir hafði þegar fjallað um þjófnað þeirra úr búð á Blönduósi þann 8.ágúst.Rupluðu úr Húnabúð „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig,“ sagði Sigurlaug Gísladóttir, eigandi Húnabúðar við Vísi daginn sem feðgarnir létu til skarar skríða. Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Í framhaldinu virðast þeir hafa haldið áfram hringveginn í norður og austur. Eru þeir grunaðir um þjófnað með svipuðum aðferðum meðal annars á Sauðárkróki og Eskifirði. Einnig er um að ræða innbrot í hús og sumarbústaði. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en vegatálmi var settur upp á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði og þeir stöðvaðir.Segja ekki orð Mennirnir neita að tjá sig um málið og vilja ekkert segja um myndir af þeim sem náðust á öryggismyndavélar. Þá neita þeir einnig að tjá sig um þýfi sem fannst á þeim. Þar sem mennirnir hafa engin tengsl við landið er óttast að þeir haldi áfram að brjóta af sér eða þá flýi land. Telja bæði Héraðsdómur Suðurlands og Hæstiéttur að beiðni um gæsluvarðhald uppfylli nauðsynleg skilyrði. Feðgarnir verða því í einangrun til 26. ágúst.Dóm Hæstaréttar má lesa hér en dómar feðganna eru svo til eins.
Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10
Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54