Hebbi edrú í átta ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson segir ákvörðunina um að verða edrú þá bestu sem hann hefur tekið í sínu lífi. „Lífið hefur gerbreyst, þetta er bara nýtt líf. Það hefur allt farið upp á við, tónlistarlega séð, það er meira að gera og ég er bara mjög sáttur við alla, við guð og menn eins og menn segja,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson. Í dag fagnar hann því að hann hefur verið laus við áfengi og fíkniefni í átta ár. „Ég hugsa að ég fari bara út að borða með syni mínum og við skálum í vatni,“ segir Herbert spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað af því tilefni. „Ég veit ekki af hverju ég hætti, það kom bara einhver vakning yfir mig þegar ég vaknaði einn daginn og ég hringdi upp á Vog, fór í afeitrun og svo bara beint í 12 spora kerfið,“ segir Herbert spurður út í upphaf edrúmennskunnar. Herbert hefur verið þekktur fyrir mikla lífsgleði og segir ákvörðunina um að verða edrú vera bestu ákvörðun lífs síns. „Þegar ég var orðinn edrú byrjaði ég á að gera upp við fólk og fór, eins menn segja, að taka til í rústum fortíðarinnar. Þegar maður er í neyslu er maður með hausinn uppi í rassgatinu á sjálfum sér,“ útskýrir Herbert. Hann segir 12 sporin hafa hjálpað sér mjög mikið.Herbert er þekktur fyrir mikla lífsgleði og skapar tónlist af miklu kappi. Nýtt efni er væntnalegt frá Hebba.vísir/gva„Lykillinn eru 12 sporin en fyrsta sporið er að menn gefist upp með báðum höndum. Þetta er eins og að skræla lauk. Maður fer og hittir fólk og biðst afsökunar, ef maður hefur breytt ranglega og þess háttar. Það er svo mikilvægt að fara í gegnum fyrirgefningarferlið.“ Hann segir menn öðlast nýja lífssýn þegar þeir herja á beinu brautina. „Maður fer að hugsa um að gefa eitthvað af sér. Ég hef verið að reyna að gefa af mér, það er svo mikið af fólki sem líður illa þarna úti og er einmana og er í neyslu. Ég vil hjálpa fólki, fólk má hringja í mig,“ útskýrir hann. Herbert segist aldrei hafa haft jafn mikið að gera og í dag og var einmitt á leið upp í Grímsnes að spila fyrir hjálparsamtökin Bergmál ásamt Hirti Howser þegar blaðamaður náði tali af honum. Um þessar mundir er hann einnig að vinna að nýju efni og stefnir á að koma nýju lagi í spilun í sumar. Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Lífið hefur gerbreyst, þetta er bara nýtt líf. Það hefur allt farið upp á við, tónlistarlega séð, það er meira að gera og ég er bara mjög sáttur við alla, við guð og menn eins og menn segja,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson. Í dag fagnar hann því að hann hefur verið laus við áfengi og fíkniefni í átta ár. „Ég hugsa að ég fari bara út að borða með syni mínum og við skálum í vatni,“ segir Herbert spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað af því tilefni. „Ég veit ekki af hverju ég hætti, það kom bara einhver vakning yfir mig þegar ég vaknaði einn daginn og ég hringdi upp á Vog, fór í afeitrun og svo bara beint í 12 spora kerfið,“ segir Herbert spurður út í upphaf edrúmennskunnar. Herbert hefur verið þekktur fyrir mikla lífsgleði og segir ákvörðunina um að verða edrú vera bestu ákvörðun lífs síns. „Þegar ég var orðinn edrú byrjaði ég á að gera upp við fólk og fór, eins menn segja, að taka til í rústum fortíðarinnar. Þegar maður er í neyslu er maður með hausinn uppi í rassgatinu á sjálfum sér,“ útskýrir Herbert. Hann segir 12 sporin hafa hjálpað sér mjög mikið.Herbert er þekktur fyrir mikla lífsgleði og skapar tónlist af miklu kappi. Nýtt efni er væntnalegt frá Hebba.vísir/gva„Lykillinn eru 12 sporin en fyrsta sporið er að menn gefist upp með báðum höndum. Þetta er eins og að skræla lauk. Maður fer og hittir fólk og biðst afsökunar, ef maður hefur breytt ranglega og þess háttar. Það er svo mikilvægt að fara í gegnum fyrirgefningarferlið.“ Hann segir menn öðlast nýja lífssýn þegar þeir herja á beinu brautina. „Maður fer að hugsa um að gefa eitthvað af sér. Ég hef verið að reyna að gefa af mér, það er svo mikið af fólki sem líður illa þarna úti og er einmana og er í neyslu. Ég vil hjálpa fólki, fólk má hringja í mig,“ útskýrir hann. Herbert segist aldrei hafa haft jafn mikið að gera og í dag og var einmitt á leið upp í Grímsnes að spila fyrir hjálparsamtökin Bergmál ásamt Hirti Howser þegar blaðamaður náði tali af honum. Um þessar mundir er hann einnig að vinna að nýju efni og stefnir á að koma nýju lagi í spilun í sumar.
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira