Menning

Kanónur í jólakósí

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson, Kamilla Einarsdóttir, Andri Snær og Yrsa Sigurðardóttir.
Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson, Kamilla Einarsdóttir, Andri Snær og Yrsa Sigurðardóttir. Sóllilja Tindsdóttir

Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. 

Þann fyrsta desember fór fram notalegt jólabókakvöld í Ásmundarsal þar sem fjórir af ástsælustu höfundum landsins lásu upp úr nýjustu verkum sínum. 

Andri Snær Magnason las úr Jötunstein, Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson kynntu Franska spítalann, Ragnar las einnig úr Emíliu og Yrsa Sigurðardóttir las úr Syndafjalli. 

Kvöldið var leitt af Kamillu Einarsdóttur. Gestir nutu þar hlýrrar bókmenntastemningar og fallegs upphafs á sýningartímabilinu en hér má sjá myndir frá því: 

Jólakósí. Sóllilja Tindsdóttir
Ragnar Jónasson las upp úr bók sinni.Sóllilja Tindsdóttir
Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson, Kamilla Einarsdóttir, Andri Snær og Yrsa Sigurðardóttir.Sóllilja Tindsdóttir
Andri Snær sló á létta strengi.Sóllilja Tindsdóttir
Ragnar Jó með Emelíu.Sóllilja Tindsdóttir
Andri las upp úr Jötunsteini.Sóllilja Tindsdóttir
Kamilla stýrði viðburðinum.Sóllilja Tindsdóttir
Katrín Jak og Ragnar Jónasson voru að gefa út bókina Franski spítalinn.Sóllilja Tindsdóttir
Ragnar í stuði. Sóllilja Tindsdóttir
Yrsa Sig glæpasagnadrottningin mögulega að lesa eitthvað hrottalegt en hún er ekki þekkt fyrir að fegra hlutina í sínum sögum. Sóllilja Tindsdóttir
Faðir Ragnars smellir af mynd. Sóllilja Tindsdóttir
Gestir hlusta.Sóllilja Tindsdóttir
Fólk og bækur.Sóllilja Tindsdóttir
Jónas faðir Ragnars Jónassonar á spjalli.Sóllilja Tindsdóttir
Bækur og list.Sóllilja Tindsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.