Fótbolti

Eins og á stríðssvæði | Myndir

Þyrlan reynir að hafa stjórn á ólátaseggjunum.
Þyrlan reynir að hafa stjórn á ólátaseggjunum. vísir/epa
Það varð allt vitlaust þegar Gana og Miðbaugs-Gínea spiluðu til undanúrslita í Afríkukeppninni í gær.

Menn sögðu að ástandið hefði verið eins og á stríðssvæði en hætta varð leik í yfir hálftíma vegna láta í áhorfendum.

Leikmenn þurftu að forða sér þegar flöskum var kastað í þá úr stúkunni, stuðningsmenn Gana urðu að leita skjóls fyrir aftan annað markið, óeirðarlögregla notaði táragas og þyrla sveimaði yfir vellinum. Þetta var eins og í bíómynd. Það vantaði bara Bruce Willis.

Gana var 2-0 yfir í hálfleik og það var meira en stuðningsmenn Miðbaugs-Gíneu þoldu. Þeir réðust á Ganamennina og hentu svo öllu lauslegu inn á völlinn. Steinum, flöskum, spegli og já diskum.

Gana vann leikinn 3-0 að lokum og er komið í úrslit gegn Filabeinsströndinni.

Flösku kastað að lögreglumönnum.vísir/epa
vísir/epa
Lögreglan reynir að ræða við æsta áhorfendur.vísir/epa
Táragasi beitt til að splundra fjöldanum.vísir/epa
Lögreglan reyndi að vernda leikmenn er þeir hlupu af velli.vísir/epa
Stuðningsmenn Gana flúðu inn á völlinn enda fast sótt að þeim upp í stúku.vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×