Fótbolti

Hólmfríður á skotskónum í öruggum bikarsigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hólmfríður á landsliðsæfingu.
Hólmfríður á landsliðsæfingu. Vísir/andri marinó
Hólmfríður Magnúsdóttir var meðal markaskorara Avaldsnes í öruggum 5-1 sigri á Arna Björnar í norska bikarnum í dag. Ásamt því að skora þriðja mark Avaldsnes í leiknum lagði Hólmfríður upp fyrsta mark norska liðsins í öruggum sigri.

Hólmfríður sem lék allan leikinn átti stórfínan leik að vanda en með sigrinum tryggði Avaldsnes sér sæti í 8-liða úrslitum norska bikarsins. Þórunn Helga Jónsdóttir kom ekki við sögu hjá Avaldsnes í leiknum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt markinu hreinu í öruggum 4-0 sigri Lilleström á Amazon Grimstadt í sömu keppni. Guðbjörg hafði það nokkuð náðugt í leiknum en varði vel þegar framherji Amazon Grimstadt slapp ein í gegn á lokamínútum leiksins.

Lærisveinar Jóns Páls Pálmasonar í Klepp töpuðu sannfærandi gegn Sandviken en María Þórisdóttir var í byrjunarliði Klepp í leiknum.

Þá lauk leik Stabæk og Valerenga með 2-2 jafntefli og þurfti því að grípa til framlengingar. Gunnhildur Jónsdóttir var í byrjunarliði Stabæk og hefur leikið allar nítíu mínútur leiksins þegar þetta er skrifað.

Úrslit:

Amazon Grimstad 0-4 Lilleström

Avaldsnes 5-1 Arna Björnar

Grand Bodö 0-3 Medkila

Trondheims-Örn 6-1 Byasen

Klepp 0-2 Sandviken

Röa 7-1 Övrevoll Hosle

Fortuna 0-5 Kolbotn

Stabæk 2-2 Valerenga* (framlenging hafin)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×