Segja skilning borgarinnar vera rangan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Fjórir tónlistarskólar í Reykjavík eru mjög illa staddir fjárhagslega. fréttablaðið/anton brink „Það eru mikil vonbrigði að Reykjavíkurborg skuli hafa nálgast þessi mál með þessum hætti og sett nám í tónlistinni skör lægra,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um ummæli Björns Blöndal, formanns borgarráðs og staðgengils borgarstjóra, í Fréttablaðinu í gær um ábyrgð ríkisins á þeirri alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að fjórir skólar væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir geta haldið áfram starfsemi sinni. Vorið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Nemendum í tónlistarskólum fjölgaði hins vegar og vantaði töluvert upp á að fjárhæðin dygði til reksturs skólanna. Ágreiningur er nú um það hverjum beri að brúa bilið, ríkinu eða borginni. „Skilningur formanns borgarráðs um að samkomulagið hafi með einhverjum hætti losað sveitarfélögin frá ábyrgð sem kveðið er á um í lögum varðandi rekstur tónlistarskóla á mið- og framhaldsstigi er rangur,“ segir Illugi og bætir við að afstaða Reykjavíkurborgar hafi haft skelfilegar afleiðingar. Nú sé svo komið að tónlistarskólar í Reykjavík séu komnir á heljarþröm. „Það er ekki skrítið að þeir séu að stefna borginni vegna þessa.“ Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi annan skilning á ákvæðum laganna en ríkið. Það er, að samkomulagið leysi hana undan skyldum gagnvart nemendum í framhaldsnámi í tónlist. Þetta gangi þvert á skilning þáverandi og núverandi mennta- og menningarmálaráðherra.Illugi ?Gunnarsson„Þó að ríkið hafi sett umtalsvert mikla fjármuni í að styrkja tónlistarnám var aldrei hugsunin að einstök sveitarfélög gætu sagt sig frá verkefninu, enda ljóst að sveitarfélögin fara með allt fyrirsvar málaflokksins,“ segir Illugi og bætir við að önnur sveitarfélög á Íslandi hafi axlað sína ábyrgð og haldið uppi blómlegu tónlistarlífi hér á landi. Björn sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að síðastliðið vor hefði annað samkomulag verið gert milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík um aukin fjárframlög til að tryggja rekstur tónlistarskólanna. Ríkið hefði ekki staðið við samkomulagið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Reykjavíkurborg hafi lagt fram samkomulagsdrög síðastliðið vor til þess að afstýra málsókn skólanna á hendur henni og forða tónlistarskólunum frá gjaldþroti. Ekki hafi verið gengið frá því samkomulagi og því sé rangt að halda því fram að ríkið hafi ekki virt það. Tengdar fréttir Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort skólarnir geti starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. 15. ágúst 2015 07:00 Segir að ríkið virði ekki samkomulag Tónlistarskólar í Reykjavík eru mjög illa staddir fjárhagslega og óljóst hvort þeir geta haldið áfram starfsemi. Björn Blöndal segir vandann á ábyrgð ríkisins og vísar í samkomulag frá árinu 2011. 18. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að Reykjavíkurborg skuli hafa nálgast þessi mál með þessum hætti og sett nám í tónlistinni skör lægra,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um ummæli Björns Blöndal, formanns borgarráðs og staðgengils borgarstjóra, í Fréttablaðinu í gær um ábyrgð ríkisins á þeirri alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að fjórir skólar væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir geta haldið áfram starfsemi sinni. Vorið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Nemendum í tónlistarskólum fjölgaði hins vegar og vantaði töluvert upp á að fjárhæðin dygði til reksturs skólanna. Ágreiningur er nú um það hverjum beri að brúa bilið, ríkinu eða borginni. „Skilningur formanns borgarráðs um að samkomulagið hafi með einhverjum hætti losað sveitarfélögin frá ábyrgð sem kveðið er á um í lögum varðandi rekstur tónlistarskóla á mið- og framhaldsstigi er rangur,“ segir Illugi og bætir við að afstaða Reykjavíkurborgar hafi haft skelfilegar afleiðingar. Nú sé svo komið að tónlistarskólar í Reykjavík séu komnir á heljarþröm. „Það er ekki skrítið að þeir séu að stefna borginni vegna þessa.“ Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi annan skilning á ákvæðum laganna en ríkið. Það er, að samkomulagið leysi hana undan skyldum gagnvart nemendum í framhaldsnámi í tónlist. Þetta gangi þvert á skilning þáverandi og núverandi mennta- og menningarmálaráðherra.Illugi ?Gunnarsson„Þó að ríkið hafi sett umtalsvert mikla fjármuni í að styrkja tónlistarnám var aldrei hugsunin að einstök sveitarfélög gætu sagt sig frá verkefninu, enda ljóst að sveitarfélögin fara með allt fyrirsvar málaflokksins,“ segir Illugi og bætir við að önnur sveitarfélög á Íslandi hafi axlað sína ábyrgð og haldið uppi blómlegu tónlistarlífi hér á landi. Björn sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að síðastliðið vor hefði annað samkomulag verið gert milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík um aukin fjárframlög til að tryggja rekstur tónlistarskólanna. Ríkið hefði ekki staðið við samkomulagið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Reykjavíkurborg hafi lagt fram samkomulagsdrög síðastliðið vor til þess að afstýra málsókn skólanna á hendur henni og forða tónlistarskólunum frá gjaldþroti. Ekki hafi verið gengið frá því samkomulagi og því sé rangt að halda því fram að ríkið hafi ekki virt það.
Tengdar fréttir Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort skólarnir geti starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. 15. ágúst 2015 07:00 Segir að ríkið virði ekki samkomulag Tónlistarskólar í Reykjavík eru mjög illa staddir fjárhagslega og óljóst hvort þeir geta haldið áfram starfsemi. Björn Blöndal segir vandann á ábyrgð ríkisins og vísar í samkomulag frá árinu 2011. 18. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort skólarnir geti starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. 15. ágúst 2015 07:00
Segir að ríkið virði ekki samkomulag Tónlistarskólar í Reykjavík eru mjög illa staddir fjárhagslega og óljóst hvort þeir geta haldið áfram starfsemi. Björn Blöndal segir vandann á ábyrgð ríkisins og vísar í samkomulag frá árinu 2011. 18. ágúst 2015 07:00