Ekkert er ákveðið fyrirfram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 09:54 Þessi hópur fór til New York í júní og sló þar í gegn á Cel Close-spunamaraþoni. „Við erum með áttræða ömmu og tvítugan förðunarfræðing saman á sviðinu að grínast. Við erum með lögfræðing, lækni, sundlaugarvörð og fjármálafræðing; fólk alls staðar að sem stendur atvinnuleikurum ekkert að baki í spuna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikari um hópinn sem fram kemur í Þjóðleikhúskjallaranum á átta tíma spunamarþoni á Menningarnótt. Dóra hefur einbeitt sér að spunaforminu síðustu ár, bæði að læra það og kenna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna af því maðurinn minn fór í mastersnám þar, fyrst var ég heimavinnandi en eftir að við gátum fengið pössun fyrir litla strákinn okkar fór ég að stúdera spuna. Ég vissi ekki að þessi aðferð væri til en hún er mjög rótgróin í Bandaríkjunum og margir af helstu grínleikurum og handritshöfundum þar eru með improv-þjálfun að baki.“Er sem sagt hægt að læra að vera hugmyndalega frjór og fljótur að hugsa? „Já, þegar maður hefur kennt fólki frá grunni sér maður hvílíkur munur er á þeim sem fyrir ári stóðu uppi á sviði og vissu ekkert hvað þeir áttu að segja – og nú þegar þeir eru sprúðlandi að gera einhverja snilld. Það gerist þegar fólk yfirstígur óttann við hið óvænta. En auðvitað eru ótal lítil tækniatriði og þjálfunaratriði sem skipta máli, þetta er eins og hver önnur íþrótt, maður fer ekkert í arabaflikk fyrr en maður hefur gert helling af magaæfingum og teygjum.“„Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum,“ segir Dóra.Vísir/GVASpuni er ákveðin grínvísindi í grunninn, en ekkert er skrifað fyrirfram heldur allt samið á staðnum. „Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum. Eina verkfæri spunameistarans er að láta alla aðra líta út fyrir að vera snillingar, þannig verða allir snillingar en enginn stjarna. Svo það er falleg heimspeki á bak við þetta.“ Dóra segir ýmis form verða prófuð í maraþoninu. „Ólafur Stefánsson handboltamaður og Hugleikur Dagsson koma fram á einhverjum tímapunkti og fara með mónólóga út frá orði úr sal og svo byggjum við spunann á því sem þeir segja. Halldóra Geirharðs, Árni Pétur og fleiri frábærir leikarar fara með texta úr handriti sem þeir mega ekki breyta en spunaleikari verður að bregðast við. Í sumum sýningunum eru bara tveir sem leika mörg hlutverk hvor og önnur hver sýning verður í söngleikjaformi því Kalli Olgeirs spilar af fingrum fram og spunaliðið verður með kórsöng og dansatriði, án allra æfinga.“Spuni er semsagt bara eins og sjónhverfingar? „Já, þegar vel tekst til.“ Menning Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum með áttræða ömmu og tvítugan förðunarfræðing saman á sviðinu að grínast. Við erum með lögfræðing, lækni, sundlaugarvörð og fjármálafræðing; fólk alls staðar að sem stendur atvinnuleikurum ekkert að baki í spuna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikari um hópinn sem fram kemur í Þjóðleikhúskjallaranum á átta tíma spunamarþoni á Menningarnótt. Dóra hefur einbeitt sér að spunaforminu síðustu ár, bæði að læra það og kenna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna af því maðurinn minn fór í mastersnám þar, fyrst var ég heimavinnandi en eftir að við gátum fengið pössun fyrir litla strákinn okkar fór ég að stúdera spuna. Ég vissi ekki að þessi aðferð væri til en hún er mjög rótgróin í Bandaríkjunum og margir af helstu grínleikurum og handritshöfundum þar eru með improv-þjálfun að baki.“Er sem sagt hægt að læra að vera hugmyndalega frjór og fljótur að hugsa? „Já, þegar maður hefur kennt fólki frá grunni sér maður hvílíkur munur er á þeim sem fyrir ári stóðu uppi á sviði og vissu ekkert hvað þeir áttu að segja – og nú þegar þeir eru sprúðlandi að gera einhverja snilld. Það gerist þegar fólk yfirstígur óttann við hið óvænta. En auðvitað eru ótal lítil tækniatriði og þjálfunaratriði sem skipta máli, þetta er eins og hver önnur íþrótt, maður fer ekkert í arabaflikk fyrr en maður hefur gert helling af magaæfingum og teygjum.“„Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum,“ segir Dóra.Vísir/GVASpuni er ákveðin grínvísindi í grunninn, en ekkert er skrifað fyrirfram heldur allt samið á staðnum. „Við vitum aldrei hvað mætir okkur, hvað mótleikarinn gerir og segir en þegar maður er sjálfur í ruglinu kemur alltaf einhver og bjargar málum. Eina verkfæri spunameistarans er að láta alla aðra líta út fyrir að vera snillingar, þannig verða allir snillingar en enginn stjarna. Svo það er falleg heimspeki á bak við þetta.“ Dóra segir ýmis form verða prófuð í maraþoninu. „Ólafur Stefánsson handboltamaður og Hugleikur Dagsson koma fram á einhverjum tímapunkti og fara með mónólóga út frá orði úr sal og svo byggjum við spunann á því sem þeir segja. Halldóra Geirharðs, Árni Pétur og fleiri frábærir leikarar fara með texta úr handriti sem þeir mega ekki breyta en spunaleikari verður að bregðast við. Í sumum sýningunum eru bara tveir sem leika mörg hlutverk hvor og önnur hver sýning verður í söngleikjaformi því Kalli Olgeirs spilar af fingrum fram og spunaliðið verður með kórsöng og dansatriði, án allra æfinga.“Spuni er semsagt bara eins og sjónhverfingar? „Já, þegar vel tekst til.“
Menning Mest lesið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira