Myndina tók hann þegar hann stóð á stóra sviðinu með brekkuna í Herjólfsdal í bakið.
Talið er að um 15 þúsund manns hafi þá verið í brekkunni sem lýstu upp náttmyrkrið með ljósi frá símunum sínum.
Myndin var tekin á Novasnappið, novaisland, og hafa þeir sem fylgjast með snappinu því eflaust rekið augun í hana síðastliðinn sólarhring.
Hátíðin stóð þá sem hæst enda lokakvöld þjóðhátíðar. Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum og blysin víðfrægu voru tendruð á miðnætti. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir sungu af mikilli snilld fyrir viðstadda og Buff og Páll Óskar léku fyrir dansi á Brekkusviðinu þegar klukkan var að ganga eitt.
