Bandaríska kvennalandsliðið heimsmeistari eftir sextán ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2015 00:56 Bandarísku stelpurnar fagna heimsmeistaratitlinum í nótt. Vísir/Getty Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. Bandaríska landsliðið varð síðast heimsmeistari árið 1999 en liðið tapaði í vítakeppni á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum og vann bronsið 2003 og 2007. Bandaríska liðið skoraði fjögur af fimm mörkum sínum á ótrúlegum fyrstu sextán mínútum leiksins þar sem Carli Lloyd skoraði meðal annars fyrstu þrennu í úrslitaleik HM kvenna frá upphafi. Japanska liðið var búið að vinna fyrstu sex leiki sína á heimsmeistaramótinu og hafði aldrei lent undir í öllu mótinu. Leikur liðsins hrundi hinsvegar á upphafsmínútum leiksins. Bandarísku stelpurnar skoruðu tvö mörk úr útpældum föstum leikatriðum á fyrstu fimm mínútuum leiksins og var Carli Lloyd að verki í bæði skiptun. Fyrra markið kom eftir horn en það síðara eftir aukaspyrnu. Lauren Holiday kom bandaríska liðinu í 3-0 á 14. mínútu eftir afar misheppnaða hreinsun hjá japönskum varnarmanni og Carli Lloyd innsiglaði síðan þrennu sína með skoti nánast frá miðju á 16. mínútu leiksins. Yuki Ogimi minnkaði muninn í 4-1 á 27. mínútu og var þar með sú fyrsta til að skora hjá Hope Solo, markverði Bandaríkjanna í 539 mínútur eða síðan í fyrsta leik bandaríska liðsins á heimsmeistaramótinu. Smá spenna kom í leikinn eftir að Julie Johnston varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn í 4-2 á 52. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoruðu bandarísku stelpurnar enn á ný eftir fast leikatriði þegar Tobin Heath kom Bandaríkjunum í 5-2. Carli Lloyd skoraði alls sex mörk í mótinu en öll þessi sex mörk hennar komu í útsláttarkeppninni. Lloyd skoraði eitt mark í 16 liða úrslitunum, átta liða úrslitunum og undanúrslitunum. Abby Wambach og Christie Rampone komu inná sem varamenn í seinni hálfleik. Wambach er markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins frá upphafi og varð þarna að vera heimsmeistari í fyrsta sinn þrátt fyrir að hafa spilað í landsliðinu í fjórtán ár. Hin fertuga Christie Rampone var að spila sinn 308. landsleik er eini leikmaður liðsins sem var með þegar Bandaríkin varð heimsmeistari 1999. Rampone er elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik á HM.Sextán ára bið á enda.Vísir/GettyAbby Wambach kveður sem heimsmeistari.Vísir/GettyReynsluboltarnir Abby Wambach og Christie Rampone lyftu heimsbikarnum.Vísir/Getty Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Bandaríkin er heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í þriðja sinn í sögunni eftir 5-2 sigur á fráfarandi heimsmeisturum Japans í úrslitaleik HM kvenna í Kanada sem fram fór í Vancouver í nótt. Bandaríska landsliðið varð síðast heimsmeistari árið 1999 en liðið tapaði í vítakeppni á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum og vann bronsið 2003 og 2007. Bandaríska liðið skoraði fjögur af fimm mörkum sínum á ótrúlegum fyrstu sextán mínútum leiksins þar sem Carli Lloyd skoraði meðal annars fyrstu þrennu í úrslitaleik HM kvenna frá upphafi. Japanska liðið var búið að vinna fyrstu sex leiki sína á heimsmeistaramótinu og hafði aldrei lent undir í öllu mótinu. Leikur liðsins hrundi hinsvegar á upphafsmínútum leiksins. Bandarísku stelpurnar skoruðu tvö mörk úr útpældum föstum leikatriðum á fyrstu fimm mínútuum leiksins og var Carli Lloyd að verki í bæði skiptun. Fyrra markið kom eftir horn en það síðara eftir aukaspyrnu. Lauren Holiday kom bandaríska liðinu í 3-0 á 14. mínútu eftir afar misheppnaða hreinsun hjá japönskum varnarmanni og Carli Lloyd innsiglaði síðan þrennu sína með skoti nánast frá miðju á 16. mínútu leiksins. Yuki Ogimi minnkaði muninn í 4-1 á 27. mínútu og var þar með sú fyrsta til að skora hjá Hope Solo, markverði Bandaríkjanna í 539 mínútur eða síðan í fyrsta leik bandaríska liðsins á heimsmeistaramótinu. Smá spenna kom í leikinn eftir að Julie Johnston varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka muninn í 4-2 á 52. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoruðu bandarísku stelpurnar enn á ný eftir fast leikatriði þegar Tobin Heath kom Bandaríkjunum í 5-2. Carli Lloyd skoraði alls sex mörk í mótinu en öll þessi sex mörk hennar komu í útsláttarkeppninni. Lloyd skoraði eitt mark í 16 liða úrslitunum, átta liða úrslitunum og undanúrslitunum. Abby Wambach og Christie Rampone komu inná sem varamenn í seinni hálfleik. Wambach er markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins frá upphafi og varð þarna að vera heimsmeistari í fyrsta sinn þrátt fyrir að hafa spilað í landsliðinu í fjórtán ár. Hin fertuga Christie Rampone var að spila sinn 308. landsleik er eini leikmaður liðsins sem var með þegar Bandaríkin varð heimsmeistari 1999. Rampone er elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik á HM.Sextán ára bið á enda.Vísir/GettyAbby Wambach kveður sem heimsmeistari.Vísir/GettyReynsluboltarnir Abby Wambach og Christie Rampone lyftu heimsbikarnum.Vísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira