Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2015 12:11 Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, var fljótur á vettvang og náði myndum af björgunaraðgerðum lögreglu. Mynd/Víkurfréttir Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu. Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. Skömmu áður höfðu kettirnir komið eigendum sínum, mæðgum í íbúð á jarðhæð hússins, til bjargar. Ótrúleg atburðarás en sem betur fer virðast allir hafa sloppið með skrekkinn.Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu í morgun en lögreglunni barst tilkynning um eldinn um stundarfjórðung fyrir klukkan tíu í morgun. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, var fyrstur á vettvang. Þá voru mæðgurnar komnar út úr íbúðinni en eldurinn logaði. Þær höfðu verið sofandi í svefnherberginu þegar eldurinn kom upp. „Kettirnir hafa bjargað ungu mæðgunum,“ segir Sigvaldi í samtali við Vísi. Í einu herbergi íbúðarinnar sé gluggi sem kettirnir ganga inn og út um. Í þetta skiptið hafi hins vegar annar kötturinn byrjað að krafsa í svefnherbergishurðina þar sem móðirin var með sofandi dóttur sína.Sigvaldi Arnar Lárusson.„Mamman opnar hurðina og sér hvað er í gangi. Þá var kominn mikill reykur og eldur í íbúðinni. Hún nær að taka dóttur sína og fara út um svaladyrnar. Þær hlaupa þar út,“ segir Sigvaldi sem var mættur á vettvang skömmu síðar. Þrír kettir voru í íbúðinni og fór fjölskyldufaðirinn beina leið með einn þeirra á dýraspítala. Sigvaldi tók við hinum tveimur. „Kettirnir voru alveg líflausir,“ segir Sigvaldi. „Það var bara farið í það sem er kennt í lögregluskólanum, endurlífgun.“Alltaf ánægjulegt Endurlífgunin gekk fullkomlega upp en það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn eru í því hlutverki að koma dýrum til bjargar á þennan hátt. Í tilfelli Sigvalda var þetta í fyrsta skipti. Aðferðin hafi verið sú sama og í raun ekki ósvipað og ef um lítið barn hefði verið að ræða. „Það er alltaf ánægjulegt þegar þetta tekst.“ Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök eru ókunn og í rannsókn hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46 Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26 Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hleypur frá Keflavík til Hofsóss eftir mislukkaða spá Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. 6. janúar 2015 10:46
Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Sigvaldi Arnar Lárusson leggur í 370 kílómetra langa göngu á föstudag til styrktar langveikum börnum. 1. júní 2015 21:26
Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. 5. október 2015 11:20